Meðal annars Meðal annars

Transkrypt

Meðal annars Meðal annars
M
1. TBL. 3. ÁRG. MAÍ 2008
IÐBÆJAR
PÓSTURINN
Sumarblað
Meðal annars
Listahátíð í Reykjavík 2008
Listasafn Reykjavíkur
Skólavörðustígur
Maí
Ge
ym
ið
bl
að
ið
Mi ðb æ j arp óst uri nn
2
Hársaga
hefur flutt sig um set í Austurstræti
Sigrún í Hársögu lætur ekki deigan síga og hefur flutt stofuna
sína um set í Austurstræti, enda getur hún ekki hugsað sér að
fara úr miðbænum.
„Ég opnaði Hársögu í Austurstræti 8-10 í júní 2005, en þá
hafði ég verið búin að reka Hársögu á Hótel Sögu í yfir 20 ár.
Það var alltaf draumur minn að komast í miðbæinn alveg frá
því að ég byrjaði að læra. Ég lét þann draum rætast og opnaði útibú í Austurstræti 8-10 þar sem ég fékk húsnæði á leigu
hjá þeim sem reka Thorvaldsenbar. 1. mars sl. rann svo leigusamningurinn út og ekki möguleiki á að fá áframhaldandi
leigu þar sem stækka átti Thorveldsenbar. Ég vildi alls ekki
hverfa úr miðbænum og leitaði eftir nýju húsnæði. Kom þá til
mín að húsnæðið við Austurstræti 6 var laust, þannig að ég
sló til og færði mig um tvö númer,“ segir Sigrún Ægisdóttir.
Í sama húsnæði var frægur bar sem margir þekkja rekinn til
margra ára, Kaffi Austurstræti.
„Hér er góður andi og er þetta mjög skemmtilegt pláss þar
sem opið er báðum megin, bæði við Austurvöll og
Austurstræti,“ segir Sigrún létt í bragði.
Hárgreiðslan hefur verið líf Sigrúnar og yndi allt frá 17 ára
aldri. Segir Sigrún að hárgreiðslan sé lífsstíllinn sinn og engin
önnur áhugamál komast að þar sem það sé svo margt í kringum starfið sem hún þurfi að sinna. Hefur Sigrún t.a.m. tekið
þátt í allskyns keppnum, sýningum, myndatökum, verið í
landsliði og keppt með því í Evrópukeppni að ógleymdum
störfum fyrir meistarafélagið þar hún situr í stjórn og
Intercoiffure (alheims félagsskapur hárgreiðslumanna) sem
hún var meðlimur í til margra ára.
„Ég hef verið með sýningu í Bologna á Ítalíu og tekið þátt í
sýningum í París með Intercoiffure og verið á mörgum sýningum hérna heima. Ég hef unnið allnokkra titla í þeim
keppnum sem ég hef tekið þátt í, en stærstur var þó titillinn
sem ég fékk í fyrra sem var þrefaldur hársnyrtir ársins, litskapandi ársins í hári og svo í 2-3. sæti sem stofa ársins. Í framhaldi af því var ég að vinna til alheimsverðlauna og er mér
boðið að koma til Hollywood og taka á móti verðlaunum 7.-9.
júní n.k. Verður heil þriggja daga dagskrá í kringum þessa
athöfn. Þetta er mikil viðurkenning fyrir mig sem fagmann og
hvetur mig til að halda áfram á sömu braut,“ segir Sigrún að
lokum og óskum við henni til hamingju með verðlaunin.
Sigrún Ægisdóttir
Hanna
Fatahönnuðurinn Hanna ber nafn sitt með réttu enda er hún hönnuður á heimsmælikvarða í mikilli útrás. Er hún að hanna mikið fyrir
bandarískan og japanskan markað og er í stöðugri sókn þar. En
hvernig er með Íslendinga og verslunina sem Hanna er með á
Klapparstígnum rétt fyrir ofan Laugaveginn, er ekki mikið um að
vera þar?
„Jú, verslun Íslendinga hefur aukist mikið hjá okkur og láta þeir æ
oftar sjá sig í búðinni ásamt ferðamönnunum sem koma mikið við
hjá okkur,“ segir Ingibjörg Hanna Pétursdóttir fatahönnuður sem
sem sérhæfir sig í kvennfatnaði úr þæfðu íslensku ullarefni í bómull.
Eruð þið eingöngu að hanna fatnað fyrir kvennfólk?
„Já, það er eingöngu kvennfólk sem við hönnum fyrir. Þar sérhæfum við okkur í þæfingu íslenskrar ullar í samblandi við mismunandi
bómullardúka, er áferðin á efninu það mikilvægasta sem við gerum
út frá. Það sem við erum að hanna er númer eitt flottar og góðar
peysur en við förum líka víðar í hönnuninni og gerum fínustu kápur,
kjóla og pils svo eitthvað sé nefnt. Svo erum við líka með allskonar
fylgihluti sem eru ómissandi eins og húfur, vettlinga, griflur og
fleira,“ segir Hanna.
Kúnnahópurinn er mjög breiður hjá Hönnu en ef hún ætti að nefna einhvern sérstakan aldurshóp sem er stærstur
þá eru það konur á aldrinum 30-60 ára.
„Okkar hugsjón og markmið er að hefja upp ullariðnaðinn á Íslandi og kynna fyrir fólki alla þá miklu möguleika
sem hægt er að hanna úr íslenskri ull. Við erum í farsælu samstarfi við Ullarvinnslu frú Láru á Seyðisfirði og einnig
við Ístex í Mosfellsbæ,“ segir Hanna.
En hvernig kann Hanna við sig í miðbænum? „Ég er ekki búin að vera neitt mjög lengi hérna í miðbænum, rétt
rúmt ár, en mér líður mjög vel hérna. Fyrsta árið hér hefur verið virkilega gott, lærdómsríkt og spennandi og vildi
ég hvergi annarsstaðar vera en hér í miðbænum,“ segir Hanna að lokum.
EINSTÖK GJÖF
Öðruvísi brúðhjón
Yfirfærum munstur og
stafi á sængurver
Vera
Hannyrðanámskeið
Hannyrðavara
- ný kvennfataverslun á
Laugavegi 49
Barnaföt
Laugarvegi 8 - Sími 551 8640 - www.nalin.is
Miðbæjarpósturinn
Útgefandi: Hugmyndahúsið ehf.
Ritstjóri: Eiríkur Einarsson
Umbrot: Frum ehf.
Prentun Landsprent
Dreifing: Morgunblaðið
Auglýsingar: [email protected]
Sími 699 7764
Jóhanna Margrét Steindórsdóttir opnaði kvennfataverslunina
Vera á Laugavegi 49 í lok febrúar sl. og bjóðum við hana hjartanlega velkomna í miðbæinn. Þar leggur Jóhanna aðallega áherslu
á þrjú valinkunn merki, þýskt merki sem heitir Passport, Minus frá
Danmörku og hollensku línuna frá Expresso. En hvernig finnst
Jóhönnu að vera komin í miðbæinn?
„Mér finnst alveg frábært að vera komin hingað og er alveg sérstaklega gott að vera á Laugavegi 49. Hef ég fengið einstaklega
góðar viðtökur. Ég hef aldrei verið með fataverslun áður, er betur
þekkt sem hárgreiðslumeistari og var búin að vera með
Hárgreiðslustofuna Möggurnar í 18 ár í Mjóddinni. En mig hafði
lengi langað til að opna sérstaka kvennfataverslun með þessum
þekktu eðalmerkjum. Svo ég lét til skarar skríða og er þetta orðið
að veruleika,“ segir Jóhanna.
Þótt Vera sé fyrst og fremst fataverslun, þá er einnig hægt að fá
þar ýmsa aðra hluti eins og glæsilegar slæður, belti, veski og
fleira. Er markhópurinn svona frá 30 ára og upp úr.
Full búð af nýjum vörum
Laugavegi 69 - Sími 551 0821 -froken-pil.dk
Jóhanna Margrét Steindórsdóttir
Ítalskur útivistarfatnaður
fyrir lifandi fólk
Glæsilegur, vandaður fatnaður frá Beretta á Ítalíu.
Út að ganga með hundinn eða í bíó? Í veiðitúr eða gefa öndunum brauð?
Á hestbak eða í sumarbústaðinn? Þú færð vandaðar Beretta skyrtur, Beretta peysur,
Beretta jakka, Beretta undirföt í Veiðimanninum Hafnarstræti 5
Beretta síðan 1526
Veiðimaðurinn síðan1940
Mi ðb æ j arp óst uri nn
4
Listamenn sem skara fram úr á
Listahátíð í Reykjavík
Wayne Shorter er mest skapandi tónlistarmaður
djassins og einn frægasti gesturinn sem hingað
hefur komið úr djassheiminum.
Fimmtudaginn15. maí hefst þriggja vikna dagskrárveisla
Listahátíðar í Reykjavík með fjölbreyttum tónlistar- og
sviðlistaviðburðum og miklum fjölda myndlistarsýninga.
Viðburðirnir eiga sér stað í sýningarsölum, listasöfnum,
galleríum og á götum úti og teygja einnig anga sína út á
land.
Í ár verður aðaláhersla hátíðarinnar á myndlist, en það
var fyrst gert árið 2005 og þótti takast mjög vel.
Myndlistin er enn umfangsmeiri í ár og nú eru íslenskir
sýningarstjórar í aðalhlutverki. Hátt í 200 íslenskir og
erlendir myndlistarmenn taka þátt í yfir 20 sýningum en
stærsta verkefnið, Tilraunamaraþon í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi er jafnframt umfangsmesta myndlistarverkefni sem hér hefur farið fram.
Dagskrá hátíðarinnar í ár prýðir fjöldi annrra listamanna sem allir skara fram úr hver í sinni grein, jafnt hér
heima sem erlendis. Miðar á þá viðburði eru seldir á vef
listahátíðar, www.listahatid.is.
Söngdívan og saxófónleikarinn
Meðal tónlistarviðburða á Listahátíð má nefna tónleika
stórmeistara djassins, hins nífalda Grammy-verðlaunahafa
Wayne Shorter (24. maí) og einsöngstónleika hinnar glæsilegu bandarísku söngdívu Denyce Graves (1. júní) sem báðir
verða í Háskólabíói. Denyce Graves, sem er messósópran, er
ein skærasta stjarna söngheimsins um þessar mundir og
heillar sífellt nýja aðdáendur, jafnt meðal almennings og
gagnrýnenda um heim allan.Wayne Shorter hefur í fjölda ára
tekist að blanda saman vinsælli og framsækinni tónlist, sem
sýnir okkur að hann er án efa einn mest skapandi tónlistarmaðurinn í sögu djassins.Til marks um stöðu hans í tónlistarheiminum kaus Downbeat hann besta sópransaxófónleikarinn í sautján ár samfleytt. Enn í dag fylgir honum stór
hópur dyggra aðdáenda sem bíður í ofvæni eftir hverju því
sem frá honum kemur.
Denyce Graves er eftirsóttust söngdíva í heiminum í dag.
LJÓSMYND: HELGI HALLDÓRSSON
Það á hús eftir að sökkva í miðri Reykjavíkurtjörn.
Amiina, Afríka og Eyjastökk
Margir bíða í ofvæni eftir tónleikum Amiinu, Kippa og vina
í Undralandi sem verða í porti Hafnarhússins 15. og 16. maí;
Jón Ólafsson setur saman einstakan hóp utan um ljóð Steins
Steinarrs (29. og 30. maí) og Sigurbjörn Berharðsson heiðrar
Þorkel Sigurbjörnsson með afmælistónleikum í Íslensku
óperunni 4. júní. Í samstarfi við skólatónleika á Íslandi kemur
barnasýning frá Berlín sem heitir Smaragðsdýpið og ekki má
gleyma Barða og Keren Ann með Sinfóníuhljómsveit Íslands
í Háskólabíói 5. júní. Listahátíð í Reykjavík og Listahátíðin í
Bergen taka höndum saman með Íslenska dansflokknum og
Carte Blanche flokknum í glænýju dansverki, Ömbru. Frá
Gíneu Bissá kemur vinsælasta hljómsveit Vestur Afríku, Super
Mama Djombo, en þeir áttu hér endurkomu í vetur þegar
þeir tóku upp nýjan hljómdisk en hópurinn hefur verið
útlægur í mörg ár frá heimalandinu. Fyrstu opinberu tónleikar hópsins í Evrópu í 20 ár verða á Listahátíð 30. og 31.
maí. Mörg verkefni tengja myndlist við aðrar listgreinar, t.d.
Eyjastökkið í Hafnarhúsportinu, slagverkstónleikar með
myndlistarmanninum Agli Sæbjörnssyni. Og þá má ekki
gleyma rómaðri sýningu Þóru Einarsdóttur frá óperunni í
Wiesbaden á Önnu Frank.
Myndlist í Reykjavík inni og úti
Sérstök dagskrá verður í kringum opnunarhelgi hátíðarinnar á sýningarstöðum og galleríum í Reykjavík og flogið
verður á vit afar spennandi sýninga á Norður- og Austurlandi.
Opnunarhelgardagskránni lýkur á sunnudagskvöldinu með
tónlistaruppákomu í Bláa lóninu.
„Tilraunamaraþon” undir stjórn Listasafns Reykjavíkur og
Serpentine Gallery í Lundúnum. Sýningunni og verkefninu í
heild er stýrt af Hans Ulrich Obrist í samstarfi við Ólaf
Elíasson.
Meðal annarra stórra sýninga í Reykjavík eru List mót
byggingarlist í Listasafni Íslands með verk eftir ýmsa listamenn, s.s. Finnboga Pétursson, Monicu Bonvicini, Elínu
Hansdóttur, Steinu Vasulka og Franz West; Draumar um
íslenska ægifegurð í íslenskri samtímalist á Kjarvalsstöðum;
Endurkast – íslensk samtímaljósmyndun, samsýning í
Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafninu; verk eftir PaulArmand Gette og Halldór Ásgeirsson verður að finna í
Listasafni ASÍ; og sýning með sænska listamanninum Karl
Holmqvist í Nýlistasafninu en safnið á 30 ára starfsafmæli í
ár.
Galleríin í Reykjavík munu einnig taka þátt í Listahátíð með
sýningar á borð við Velkominn-samtímalist frá Króatíu í
Gallerí 100°; sýningu eftir Rúrí í Start Art; verk eftir Sirru
Sigrúnu Sigurðardóttur í Kling & Bang; einkasýningu á verkum Ernesto Neto í Gallerí i8; og sýningu Andreu Maack í
Gallerí Ágúst.
Nokkur útiverk munu prýða borgina. Dialogue, verk sem
Anna Leoniak og Fiann Paul unnu í sameiningu, og sýnir
andlitsmyndir af börnum frá afskekktum svæðum á Íslandi
verða prentaðar á 1000 álplötur og settar upp á vegg við
horn Lækjargötu og Austurstrætis, þar sem bruninn átti sér
stað í maí í fyrra. Í Module, verkefni skipulagt af Ladån/The
Mobile Box, mun sýningarstaðurinn færast úr stað og verða
verkin, sem þar eru sýnd, unnin út frá staðsetningu og
umhverfi sýningarstaðarins hverju sinni. Atlantis, eftir Tea
Mäkipää og Halldór Úlfarsson, er hús sem að hluta til er sökkt
í Tjörnina í Reykjavík og fjallar um hugmyndir um það að
komast af.
Mi ðb æ j arp óst uri nn
5
Landslið íslenkra tónlistarmanna
hyllir Stein Steinarr á Listahátíð
Ferð án fyrirheits er
yfirskrift tónleika sem
verða í Íslensku óperunni 29. og 30. maí.
Nafnið er sótt í eina af
ljóðabókum Steins
Steinarrs, en í ár eru
liðin 100 ár frá fæðingu
hans. Söngvararnir KK,
Ellen Kristjánsdóttir,
Helgi Björnsson,
Þorsteinn Einarsson
(Hjálmum), Hildur Vala
og Svavar Knútur
(Hraun) munu þar flytja
lög sem samin hafa
verið við kvæði skáldsins. Umsjón með tónleikunum hefur Jón
Ólafsson tónlistarmaður
en hann hefur í félagi
við Sigurð Bjólu samið
ný lög við kvæði Steins
og verða þau frumflutt
á þessum tónleikum.
Það verður spennandi
að heyra hvað samstarf
þeirra félaga getur af
sér. Mörg þekkt lög hafa
orðið til við kvæði
Steins í gegnum tíðina og má þar nefna Barn, Ræfilskvæði,
Verkamaður, Það vex eitt blóm fyrir vestan og Hudson Bay
sem dæmi. Eitthvað þessara laga verða vafalítið á dagskránni á þessum tónleikum. Söngvurunum til fulltingis
verður hljómsveit skipuð þeim Jóni Ólafssyni, Guðmundi
Péturssyni, Helga Svavari Helgasyni, Valdimari Kolbeini
Sigurjónssyni, Hrafnkeli Orra Egilssyni og Unu
Sveinbjarnardóttur.
Jón Ólafsson hefur gengið með hugmyndina að þessum
tónleikum í nokkur ár og með góðri liðveislu hefur hugmyndin nú orðið að veruleika. Hann er einn fjölmargra
íslenskra lagahöfunda sem hafa gert lög við kvæði Steins
Steinarrs og sennilega er lag hans við Passíusálm no. 51
hvað þekktast (Skyldi manninum ekki leiðast að láta krossfesta sig?)
Jón hefur komið víða við á löngum ferli sem tónlistarmað-
„Langbestir á
Laugaveginum“
„Dressmannbúðirnar eru búnar að vera leiðandi á fatamarkaðnum á Íslandi undanfarin áratug. Við erum að selja vandaða vöru á toppverði og það kunna Íslendingar
að meta enda þjóð sem líkar að gera góð kaup. Allar búðirnar bjóða í senn upp á
fjölbreytt úrval af fötum á vægu verði og góða þjónustu smekkmanna. En auðvitað
erum við langbestir hérna á Laugaveginum, með björtustu og fallegustu búðina.
Eitthvað hlýtur að draga fólkið að, ég er með langan lista af fastakúnnum sem hvergi
annarstaðar vill versla og það er ekki óalgengt í samskiptum mínum við kúnna að
skírnarnöfn séu notuð, mun persónulegri þjónusta þannig.
Það er mikil uppbygging í gangi hjá okkur núna eins og vegfarendur taka eftir og
erum við að byrja á lokakaflanum en hann snýst um að endurnýja framhlið búðarinnar. Þá verður skipt um allt að framan og inngangurinn gerður nýtískulegri
en hann er. Það er ekki annað hægt en horfa bjartsýnn fram á veginn þrátt fyrir
verðbólgu og vandræði í efnahaginum, við erum með mestu gæðin á besta verðinu
og það stuggar engin við okkur í því. Þar af leiðandi er útilokað að tapa á viðskiptum
við okkur. Við erum alltaf með dúndurtilboð í gangi hvort sem við auglýsum þau
eða ekki, fólk verður bara að gera sér ferð í bæinn og athuga hvað við erum að bralla
hverju sinni. Svo má ekki gleyma að langskemmtilegustu tímabil ársins eru framundan, vor og sumar þannig við erum mjög sprækir félagarnir. Viljum bara sjá meira af
fólki í bænum,“ segir Ellert Baldursson verlunarstjóri Dressmann á Laugavegi.
Mynd Jónatan Atli Sveinsson
ur. Hann hefur leikið á píanó frá blautu barnsbeini og verið
afkastamikill lagahöfundur, útsetjari, flytjandi og upptökustjóri á íslenskum plötum síðustu 20 árin. Hann hefur komið
að tónlist í fjölda leiksýninga, ýmist sem tónskáld eða tónlistarstjóri, auk þess að semja tónlist fyrir sjónvarp og kvikmyndir. Fyrir þremur árum gaf hann út sína fyrstu sólóplötu
og síðan þá hefur önnur bæst í safnið. Jón hefur einnig stýrt
tónlistarþáttum í sjónvarpi við miklar vinsældir.
Mi ðb æ j arp óst uri nn
6
Listasafn Reykjavíkur
- glæðir miðbæjarlífið og gerir sumarið spennandi
Listasafn Reykjavíkur verður heldur betur með viðburði hjá sér á komandi sumri. Af öllu því sem verður
á döfinni hjá þeim hvort sem er í Hafnarhúsinu, á Kjarvalsstöðum eða í Ásmundarsafni eru það þrjár
einkar athyglisverðar sýningar sem verða í brennidepli hjá þeim í sumar. Það er Tilraunarmaraþonið sem
er þungamiðja Listahátíðar í Reykjavík 2008, Draumar um ægifegurð í íslenskri samtímalist sem verður
á Kjarvalsstöðum og er einnig á dagskrá Listahátíðar og svo sýningin „I Hate Nature“ þar sem Martha
Schwartz, landslagsarkitekt og myndlistarmaður reisir gríðarlega stóra innsetningu í garði Kjarvalsstaða.
Er það sýning sem er unnin í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta í tilefni af 30 ára afmæli
félagsins. Við skulum líta aðeins nánar á þessar þrjár helstu sýningar Listasafns Reykjavíkur sem ávallt er
stór þátttakandi í að glæða og virkja lista- og menningarlíf miðbæjarins á ári hverju.
KJARVALSSTAÐIR
Draumar um ægifegurð í íslenskri
samtímalist - 18. maí – 31. ágúst
Panorama eftir Olgu Bergmann sem er meðal
listamanna á sýningunni Draumur um ægifegurð
í íslenskri samtímalist á Kjarvalssöðum.
Á sýningunni eru mörg ný verk eftir framsæknustu
listamenn landsins sem byggja á ólíkum hugmyndum þeirra um náttúruna sem fyrirbæri í ljósmyndaog vídeólist. Sýningin spannar allt frá ljósmyndum
frá fyrri hluta tuttugustu aldar til innsetninga sem
ungir og þekktir, íslenskir listamenn hafa gert.
Sýningarstjóri er Æsa Sigurjónsdóttir. Sýningin var
fyrst á dagskrá á Bozar í Brussel á hátíðinni Iceand
on the Edge 2008. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar
í Reykjavík. Landsbankinn er aðalstyrktaraðili sýningarinnar.
Listamenn
Frá sýningu Mariana Abramovic í Serpentine galleríinu í fyrrahaust.
En hún verður meðal þátttakenda í Tilraunamaraþoninu í Hafnarhúsinu í sumar
Hafnarhús
Anna Hallin, Daníel Þorkell Magnússon, Gjörningaklúbburinn/Icelandic Love Corporation, Halldór Ásgeirsson, Hrafnkell Sigurðsson, Hreinn Friðfinnsson,
Kristján Guðmundsson, Ólafur Elíasson, Olga
Bergmann, Pétur Thomsen, Ragnar Kjartansson,
Sigurður Guðjónsson, Spessi, Vigfús Sigurgeirsson.
Tilraunamaraþon - 15. maí-24. ágúst
Tilraunamaraþon er umfangsmesti listviðburður sem
Listasafn Reykjavíkur hefur staðið fyrir frá upphafi en að
honum koma rúmlega fjörutíu virtir listaog vísindamenn úr
alþjóðasamfélaginu. Tilraunamaraþonið er tvíþætt og skiptist annars vegar í lifandi tilraunastofu, sem verður starfrækt
fyrir opnum tjöldum fyrstu daga sýningarinnar og hins vegar
innsetningar unnar í ólíka miðla sem standa út sumarið.
Sýningunni og verkefninu í heild er stýrt af Hans Ulrich
Obrist, meðstjórnanda sýninga og viðburða og stjórnanda
alþjóðlegra verkefna í Serpentine Gallery í London í samstarfi við listamanninn Ólaf Elíasson. Vegleg sýningaskrá
fylgir sýningunni og fer hún í alþjóðlega dreifingu.
Tilraunamaraþonið er þungamiðja Listahátíðar í Reykjavík
2008. Sýningin er unnin í samvinnu við Serpentine Gallery.
Bakhjarlar Tilraunamaraþonsins eru Orkuveita Reykjavíkur
og Icelandair.
Martha Schwartz - I Hate Nature
18. maí – 20. júlí
Blue magnet eftir Roger Hiorn
sem verður í Tilraunamaraþoninu.
List sem tilraun
Viðburðinum má skipta í tvo hluta, annars vegar maraþon þar sem hver tilraunin rekur aðra alla opnunarhelgi Listahátíðar og
hins vegar sýning á fjölda innsetninga sem stendur í Hafnarhúsinu mestan hluta sumars. Auk listamannanna í sýningunni er
leiðandi vísindamönnum, arkitektum, fræðimönnum og hugsuðum boðin þátttaka í maraþoninu. Þau munu setja upp og kynna
fjölbreyttar og ólíkar tilraunir fyrir gestum en viðfangsefnin spanna meðal annars rannsóknir á orku, erfðafræði og minni.
Tilraunamaraþon byggir á rómuðum marþonvirðburðum sem Serpentine Gallery hefur staðið fyrir undanfarin tvö ár í Lundúnum.
Í fyrrahaust stóð „Serpentine Gallery Experiment Marathon” yfir í tvo daga en niðurstaða þess verður sérstaklega kynnt í
Hafnarhúsinu í skála sem Ólafur Elíasson mun hanna með Einari Þorsteini Ásgeirssyni arkitekt. Sýningarstjórinn, Hans Ulrich
Obrist, byggir þennan viðburð að nokkru leyti á sýningu sem hann setti upp ásamt Barböru Vanderlinden árið 1999 í Antwerpen
og hét „Laboratorium”. Gögn frá þeirri sýningu verða einnig hluti af sýningu Hafnarhússins.
Þátttakendur:
Marina Abramovic, David Adjaye, Aranda/Lasch, Einar Thorsteinn Ásgeirsson, Fia Backström, John Baldessari, Thomas Bayrle,
John Brockman, Peter Coles, Tony Conrad, Carlos CruzDiez, Attila Csörgö, Jimmie Durham, Ólafur Elíasson, Brian Eno, Erró, Simone
Forti, Ivana Franke, Hreinn Friðfinnsson, Gabríela Friðriksdóttir, Yona Friedman, Aurélien Froment, Francesca von Habsburg,
Sharon Hayes, Abhishek Hazra, Florian Hecker, Roger Hiorns, Karl Holmquist, Hilmar B. Janusson, Hekla Dögg Jónsdóttir, Haraldur
Jónsson, Karl Ægir Karlsson, Kristján Leósson, Darri Lorenzen, M/M, Jonas Mekas, Gustav Metzger, Neri Oxman, Pedro Reyes,
Matthew Ritchie, Israel Rosenfield, Dr. Ruth, Tomas Saraceno, Carolee Schneemann, Stewart Sherman, Thorsteinn I. Sigfússon,
Katrín Sigurðardóttir, Luc Steels, Rirkrit Tiravanija, Thor Vilhjálmsson, Tris VonnaMichell, Emily Wardill.
Martha Schwartz — I Hate Nature
Martha Scwhartz er einn kunnasti, núlifandi landslagsarkitekt í heiminum í dag. Innsetning hennar í
garði Kjarvalsstaða skírskotar í senn til sýningarinnar Ægifegurðar og uppplifunar listamannsins á náttúrunni og umræðunni um nýtingu og verndun
náttúrunnar. Martha hefur unnið fjölmörg verk í
þéttbýli og fer jafnan ótroðnar slóðir í að kanna og
nýta nýja möguleika sem landslagið hefur upp á að
bjóða. Schwartz er myndlistarmaður og landslagsarkitekt sem í verkum sínum leitast jafnan við að
gera báðum listformunum jafn hátt undir höfði.
Aðalstyrktaraðili sýningarinnar er Ingibjörg
Kristjánsdóttir. Sýningin er unnin í samvinnu við
Félag íslenskra landslagsarkítekta í tilefni af 30 ára
afmæli félagsins.
Laugavegi 27 - 101 Reykjavík - Sími 551 1080 - Kulusukart.com
Glæsileg
undirföt
Lífstykkjabúðin var stofnuð sumarið 1916 af kjarnakonunni
Elísabetu Foss. Verslunin var því tveggja ára gömul þegar
Ísland varð fullvalda ríki og hafði náð 28 ára aldri við sjálfa
lýðveldisstofnunina. Fyrirtækið stundaði lengi vel eigin
framleiðslu og á árunum fyrir seinna stríð annaði verslunin
innlendri eftirspurn eftir lífsykkjum, brjóstahöldum og
mjaðmabeltum.
Þrátt fyrir háan aldur er lífstykkjabúðin ung í anda og þjónar
kvenfólki á öllum aldri. Í dag flytur verslunin inn hágæða
undirföt frá öllum heimshornum og brúar kynslóðabil
íslenskra kvenna, því að tryggir viðskiptavinir verslunarinnar eru á öllum aldri og koma allstaðar af landinu.
STOFNUÐ 1916
Laugavegi 82 - Sími 551 4473
Mi ðb æ j arp óst uri nn
8
Herrahúsið Adam
við Laugaveg, þar sem alltaf eitthvað nýtt er að gerast
Sverrir Bergmann, eigandi Herrahússins Adam við
Laugaveg, þekkir tímana tvenna hvað varðar tísku- og
fatabransann enda hefur hann verið í eldlínunni í meira
en 30 ár og allan tímann í miðbænum. Við heilsuðum upp
á Sverri og spurðum hvað væri að frétta, en það er alltaf
eitthvað nýtt að gerast hjá þeim í Herrahúsinu.
„Það er allt gott að frétta af okkur, og það hefur verið mikið
að gera. Þrátt fyrir krepputal í þjóðfélaginu er um 15% aukning það sem af er á þessu ári. Það er alltaf eitthvað nýtt að
gerast hjá okkur og nýir hlutir sem við leggjum áherslu á
hverju sinni. Við erum alltaf með yfirstærðirnar og erum nú
komnir með föt upp í stærðina 86, sem er alveg gríðarlega
stórt. Svo erum við með skó allt upp í stærðina 50 (14). Meðal
nýjunga erum við með extra-löng bindi fyrir þá sem hafa
sveran háls til þess að bindið líti ekki út eins og síð slaufa
þegar búið er að binda hnútinn. Við erum alltaf að auka við
okkur í Melkavörunum og erum með mikið úrval af Melka
skyrtum, einnig Melka galla- og kakibuxum sem hægt er að
fá í mjög stórum stærðum.
Það hefur komið mörgum skemmtilega á óvart hversu mikið
úrval af rykfrökkum við eigum en það virðist ekki vera mikið
framboð af þeim í bænum. Svo erum við með mjög sniðuga
og vinsæla sportjakka frá Falbe. Þetta eru sportlegir jakkar
sem krumpast ekki. Þeir eru með minni púða í öxlum og
minna flísilín þannig að þeir eru mun léttari en venjulegir
jakkar. Þannig að manni líður eins og að vera í skyrtu þegar
maður klæðist þeim. Þess má geta að vörur frá Falbe hafa
fengist í Herrahúsinu nánast frá upphafi, en öll kjólföt og
smókingar eru frá þeim. Herrahúsið hefur verslað við Falbe frá
því það hóf starfsemi sína árið 1965,” segir Sverrir.
Hvað eruð þið með breiðan markhóp í herrafatnaðinum
og herratískunni?
„Það er mjög breiður hópur manna sem verslar hjá okkur, allt
frá ungum mönnum og upp úr. Jafnvel enn yngri því við seld-
um þó nokkuð af fermingarfötum í ár. Ég hef ekkert
mikið verið að auglýsa fyrir þann aldurshóp en við
eigum þessar stærðir til sem passa á þá. Við
erum með föt frá stærðinni 40-42 og
allt upp í 86 eins og fyrr segir. Svo
erum við einnig með svona sérstakar „extra-long“ stærðir sem eru
fyrir mjög hávaxna stráka og
menn. Einnig erum við með fatnað fyrir lágvaxna menn. Svo þjónustum við þá sem þurfa breytingar á fötunum og er það innifalið í verðinu.
Við erum með verkstæði á þriðju
hæð en þar vinnur klæðskeri
allan daginn við að breyta, sníða,
og sauma. Það er alltaf nóg að
gera enda hefur verið aukning
hjá okkur frá ári til árs.
Ég vil koma því að hér að við
breytum skyrtum þegar þörf er
á því. Mjög algengt er að menn
hafi þykkan háls en eru grannvaxnir en þá þarf að þrengja
skyrturnar og jafnvel að stytta
ermar. Þetta gerum við allt og
er það innifalið í verði. Ég hef
ekki heyrt um neina aðra verslun sem er með þessa þjónustu enda höfum við
eignast margan fastakúnnann
út á þetta.
Það munar alveg rosalega miklu að
ermarnar séu ekki langt fram á fing-
urgóma eða að skyrtan sé ekki alltof víð,“
segir Sverrir.
Ég hef heyrt að þið séuð einnig
farnir að sérsauma föt á
menn, er eitthvað til í
því?
„Já, það er mikið rétt.
Þetta er önnur nýjung
sem við erum nýbyrjaðir að bjóða upp á.
Þá geta menn valið
sér eðalefni og snið
fengið auka buxur
eða vesti einhneppt
eða tvíhneppt föt
o.s.frv.Við erum með
efni frá Ceirutti, Riba,
Dormuel og fleiri
góðum
efnisframleiðendum. Um þessar mundir erum við að
sérsauma fyrir forsetann okkar herra Ólaf
Ragnar Grímsson. Það
er ítalskur klæðskeri sem
saumar fyrir Herrahúsið
en hann hefur aðsetur í
Portúgal. Afgreiðslutími
sérsaums tekur þrjár til sex
vikur eftir því hvað það er
mikið að gera hverju sinni.
Þetta er alveg nýtt hjá
okkur,“ segir Sverrir.
Sverrir Bergmann í yfirstærð af jakka.
Herrahúsið hefur uppá geysimikið úrval af bjóða af jakkafötum, fatnaði og skóm í öllum stærðum
Frá saumastofunni
Herrahúsið býður uppá Calvin Klein nærfatnað
Mi ðb æ j arp óst uri nn
Skór í yfirstærð nr. 50 við hliðina á algengri stærð.
Eins og sjá má er hægt að fá allt til alls í Herrahúsinu,
bindi í öllum stærðum, jakka og bara nefndu það.
Hvernig er með nanó tæknina í fötunum,
er hún alltaf að verða algengari?
„Já, nanó er alltaf að koma meira og meira inn í fatnaðinn.
Þetta er jónatækni sem gerir það að verkum að klæðnaðurinn verður algjörlega vatnsheldur, tekur ekki í sig neinn raka.
Blettir eins og af kaffi, rauðvíni, sósum eða bara nefndu það,
er liðin tíð. Þetta er eitthvað sem á eftir að aukast til muna í
öllum gerðum fatnaðar, og er sérstaklega hentugt fyrir allan
ljósan fatnað sem er viðkvæmari fyrir blettum. En nú bara
koma engir blettir, þú þurrkar þetta bara af sí svona.
Við erum líka komnir með nanó í bindinn,“ segir Sverrir
Bergmann í Herrahúsinu Adam hress að lokum.
Það má með sanni segja að sumarið sé komið í Herrahúsið,
allt sneisafullt af nýuppteknum sumarvörum sem eru jakkaföt, bolir, skyrtur, buxur, nærföt, stakir jakkar, bindi eða skór.
Að ógleymdu miklu úrvali af óbundnum slaufum, axlaböndum, ermahnöppum, bindisnælum, smókingum og mörgu
fleiru fyrir herramanninn við allskonar tilefni.
9
10
Mi ðb æ j arp óst uri nn
Eitt tonn af gulli
Jón & Óskar er alhliða skartgripa-, úra- og gjafavöruverslun sem var stofnsett árið 1971
og er því 37 ára um þessar mundir. Lengst af rak fyrirtækið eina verslun við Laugaveg 61
í Reykjavík en nýlega hafa bæst við verslanir í Smáralind og Kringlunni.
Hjá Jóni og Óskari hefur alltaf verið lögð mikil áhersla á að þjóna viðskiptavinum í trúlofunar- og giftingarhugleiðingum og eftir þennan langa tíma sem fyrirtækið hefur starfað
er óhætt að fullyrða að stór hluti Íslendinga ber í dag hringa frá fyrirtækinu. Það má
áætla að gullið sem viðskiptavinir fyrirtækisins bera á fingrum sér í formi trúlofunar- og
giftingahringa slagi hátt í tonnið.
Sígildir hringar alltaf vinsælir
Einbaugar, þessir sígildu og klassísku
hringar hafa alltaf verið mjög vinsælir
hjá Jóni og Óskari. Þá má fá bæði í gulu
og hvítu gulli og misjafnlega breiða.
Jafnframt koma þeir í mismunandi
þykkt og stundum eru þeir kúptir að
innan sem mörgum finnst þægilegra.
Hinn klassíski einbaugur er mjög fallegur á
hendi og fer vel með öðrum hringum.
Munstraðir hringar og íslensk hönnun
Hjá Jóni og Óskari er í boði mikið úrval af
munstruðum hringum af ýmsu tagi og hringum þar sem hvítu- og gulu gulli er blandað
saman. Jafnframt hefur verið mjög vinsælt að handgrafa í hringana og hefur
gamla íslenska höfðaletrið þá oftast
verið notað. Þar velur fólk að setja nöfnin
sín eða einhver orð eða tákn sem þeim
eru kær. Gullsmiðir fyrirtækisins hafa hannað
fjölmargar útgáfur af mynstri og formum sem
hafa reynst mjög vinsæl og má sjá glæsilegt úrval hringa á
heimasíðu fyrirtækisins www.jonogoskar.is.
Demantar í giftingarhringum
Undanfarin ár hefur það orðið sífellt algengara að
fólk velji að setja demanta í giftingarhringana og þá
einkum kvenhringinn. Demantur glæðir hringinn lífi
og eykur á fegurð hans. Hér er einnig um að ræða
margar útfærslur og má sjá nokkrar þeirra hér á meðfylgjandi myndum.
Gull, hvítagull, platína,
palladium, stál, silfur
Algengast er að giftingarhringarnir séu hafðir úr
gulu gulli en hvítagull eða
blanda af gulu og hvítu
gulli hefur líka verið mjög
vinsæl. Hringar úr platínu
eða palladium (sem er platínumálmur) standa
einnig til boða en eru mun dýrari en gullhringir og hafa
verið minna teknir. Platínumálmarnir hafa þó verið mjög að
sækja á erlendis og ekki er ólíklegt að vinsældir þeirra muni aukast hér á landi. Hringar úr silfri
og stáli hafa einnig notið nokkurra vinsælda enda ódýrasti kosturinn sem í boði er í dag.
Demantshringur sem trúlofunarhringur
Ameríska hefðin, þ.e.a.s. að daman setji upp demantshring
við trúlofun hefur einnig verið að aukast mikið að
vinsældum undanfarin misseri. Þegar þessi leið er
valin setur karlmaðurinn ekki upp hring en konan
setur upp demantshring þegar hennar er beðið.
Báðir aðilar setja svo upp einbauga við giftingu.
Samkvæmt amerísku hefðinni á hringurinn að
kosta sem nemur a.m.k. tveimur mánaðarlaunum
herrans en það er að sjálfsögðu ekki bráðnauðsynlegt að vera svo flottur á því þegar þessi leið er valin því
hjá Jóni og Óskari er hægt að fá glæsilega demantshringa á
verði sem flestir ættu að ráða við.
Morgungjafir
Sá siður að gefa morgungjafir hefur einnig verið að
aukast mjög að vinsældum undanfarin ár og má
segja að það sé orðin hefð í íslenskum brúðkaupum. Mega þeir herrar sem gleyma morgungjöfinni
eiga von á eitruðum athugasemdum frá sinni heittelskuðu. Í morgungjöf er hefðin að gefa fallegan
demantsskartgrip. Svokallaðir „alliance” hringar eru
orðnir ein vinsælasta morgungjöfin en þar er nokkrum
demöntum raðað eftir baugnum sem er hafður úr hvítu eða gulu gulli.
Skemmtilegustu viðskiptavinirnir
Hjá Jóni og Óskari eru þeir viðskiptavinir sem kaupa trúlofunar- og giftingarhringi í miklu uppáhaldi. Þeir hafa ákveðið að treysta fyrirtækinu fyrir kaupum sem eiga að endast alla ævi og sú
ákvörðun þeirra er tekin mjög alvarlega. Starfsmenn fyrirtækisins eru tilbúnir að leggja sig alla
fram til að valið á hringunum verði sem auðveldast og að ánægja ríki með kaupin og einungis
er boðið upp á vandaða hágæðavöru.
Frum
BLACKY DRESS • PBO
JEAN PAUL • KAPALUA
QUI • DAMO • BRAX
Laugavegi 58 • Sími 551 4884 • stillfashion.is
Jón Heiðar Andrésson sígur Valshamar í Eilífsdal
Mi ðb æ j arp óst uri nn
12
Morgunverðartilboð
Cappuccino + smurð beygla + Óska jógúrt að eigin vali = 690 kr.
Rauðarárstígur 8
Veitinga- og kaffihús í miðborginni
Veitingahús
Argentína
Barónstíg 11a
S. 551 9555
www.argentina.is
[email protected]
Opið mán.-fim. 18-24
og fös.-sun. 17.30-01
American Style
Tryggvagötu 26
S. 511 2700
www.americanstyle.is
[email protected]
Opið mán.-fös. 10-23.30
og um helgar 11-23.30
Grillhúsið
Ítalía
Perlan
Tryggvagötu 20
S. 562 3456
www.grillhusid.is
[email protected]
Laugavegi 11
S. 552 4630
www.italia.is - [email protected]
Öskjuhlíð
S. 562 0200
www.perlan.is - [email protected]
Jómfrúin
Pizza Comp
Lækjargötu 4
S. 551 0100
[email protected]
Opið alla daga 11-18
Laugavegi 81
S. 561 3838
[email protected]
Grænn kostur
Skólavörðustíg 8b
S. 552 2028
[email protected]
Hereford - steikhús
Laugavegi 53b
S. 511 3350
www.hereford.is
[email protected]
Hornið
Hverfisgötu 56
S. 552 1630
www.austurindia.is
Á næstu grösum
Humarhúsið
Laugavegi 20b
S. 551 8410
www.anaestugrosum.is
[email protected]
Opið mán.-lau. 11.30-22
og sun. 17-22
Caruso
Þingholtstræti 1
S. 562 7335
www.caruso.is [email protected]
Domo
Þingholtsstræti 5
S. 552 5588
www.domo.is
Einar Ben
Veltusundi 1
S. 511 5090
[email protected]
Fjalakötturinn
Frum
Aðalstræti 16
S. 514 6000
www.reykjavikhotels.is
[email protected]
Vesturgötu 2
S. 552 3030, 551 7759
(borðapantanir)
www.kaffireykjavik.is
Kínahúsið
Hafnarstræti 15
S. 551 3340 (borðapantanir)
www.hornid.is
[email protected]
Opið alla daga 11-23.30
Austur Indíafélagið
Kaffi Reykjavík
Amtmannsstíg 1
S. 561 3303
www.humarhusid.is
[email protected]
Hótel Holt
Vonarstræti 3
S. 562 9700
www.idno.is - [email protected]
www.indianmango.is
4TH FLOOR HOTEL | STUDIO 29
Á HORNI SNORRABRAUTAR OG LAUGAVEGAR
Bankastræti 2
S. 551 4430
www.laekjarbrekka.is
[email protected]
Núðluhúsið
Laugavegi 59
S. 552 2400
Lækjargötu 2a - Iðu-húsinu 2. hæð
S. 561 0562
www.osushi.is - [email protected]
Opið alla daga frá kl. 12-22
Frakkastíg 12
S. 551 7722
STUDIO 29
KAFFIBAR
Lækjarbrekka
OSUSHI
Indian Mango
Laugavegi 19
S. 552 2399, 552 3100
Austurstræti 9
S. 561 8555
www.laprimavera.is
[email protected]
Aðalstræti 12
S. 511 4440
www.maru.is - [email protected]
Iðnó - Tjarnarbakkinn
Indókína
La Primavera
Maru
Bergstaðastræti 37
S. 552 5700
[email protected]
[email protected]
Lækjargötu 8
S. 551 1014
Ó Restaurant
Þórsgötu 1
S. 511 6677 og 511 6200
www.orestaurant.is - [email protected]
Opið sun-fim. 15-22.30.
Fös-lau. 15-23.30
Rossopomodoro
Laugavegi 40a
S. 561 0500
www.rossopodomoro.is
Salt
Pósthússtræti 2
S. 599 1020
www.saltrestaurant.is
Shalimar
Austurstræti 4
S. 551 0292
www.shalimar.is
[email protected]
Silfur
Veitingastaðurinn v/Austurvöll
S. 578 2008
www.silfur.is
[email protected]
Sjávarkjallarinn
Aðalstræti 2
S. 511 1212
www.sjavarkjallarinn.is
[email protected]
Tapas
Vesturgötu 3b
S. 551 2344
www.tapas.is - [email protected]
Tveir fiskar
Geirsgötu 9
S. 511 3474
www.restaurant.is
Við Tjörnina
Templarasundi 3
S. 551 8666
www.vidtjornina.is
[email protected]
GLÆSILEGUR NÝR KAFFIBAR á tveimur hæðum í miðborginni.
Léttar veitingar í hádeginu alla daga og lifandi tónlist föstudaga og laugardaga.
Fagmannleg þjónusta. Verið velkomin!
Miðvikudaga: Dj Andrés & 110
Fimmtudaga: Einar Ágúst / Ingó Idol
Föstudaga: dj Brynjar Már / dj Atli
Laugardaga: dj Brynjar Már
dj Rikki G / dj Anna Brá / dj Atli
Nýr matseðill - Heilsuréttir
Smáréttir - Veisluréttir - Tapasréttir
Efri hæð Sólon
Einkasamkvæmi - Veislur - Partý
Fundir - Tónleikar - Boltinn í beinni
www.solon.is
Vín og skel
Cafe Puccini
Sólon
Kaffi Hljómalind
Laugavegi 24
S. 534 4700
www.vinogskel.is
Vitastíg 10a
S. 552 5577
Bankastræti 7a
S. 562 3232
www.solon.is
Laugavegi 21
S. 517 1980
Studio 29
Kaffi Rót
Laugavegi 101
S. 511 3032
www.4thfloorhotel.is
Hafnarstræti 17
Svarta kaffið
Laugavegi 103
S. 552 5444
Dillon
Þrír frakkar
Baldursgötu 14
S. 552 3939
www.3frakkar.com
[email protected]
Barir og Bistro
Laugavegi 30
S. 511 2400
Deco
Austurstræti 12
Grand Rokk
Smiðjustíg 6
S. 551 5522
Glaumbar
B5
Tryggvagötu 20
S. 552 6868
Bankastræti 5
S. 552 9600
Hressingarskálinn
Barinn
Laugavegi 22
S. 517 5522
Austurstræti 20
S. 561 2240
www.hressingarskalinn.is
Barónspöbb
Hverfisbarinn
Hverfisgötu 20
S. 511 6700
Laugavegi 72
S. 561 4588
Kaffibarinn
Brennslan
Bergstaðastræti 1
S. 551 1588
Pósthússtræti 9
S. 578 2020
Kofi Tómasar frænda
Café Victor
Hafnarstræti 1-3
S. 561 9555
www.victor.is - [email protected]
Café Cultura
Hverfisgötu 18
S. 530 9314
www.cultura.is - [email protected]
Café Oliver
Laugavegi 20a
S. 552 2300
www.cafeoliver.is
Café París
Austurstræti 14
S. 551 1020
www.cafeparis.is
[email protected]
Opið mán.-fim. 08-01, fös. 08-03,
lau. 09-03, sun. 09-01
Celtic Cross
Frum
Hverfisgötu 26
S. 511 3240
Laugavegi 2
S. 551 1855
Kaffi Amsterdam
Hafnarstræti 5
S. 551 3800
Kaffi Vín
Laugavegi 73
S. 561 0073
Laugavegi 54
S. 551 2999
Thorvaldsen
Kaffitár
Austurstræti 8
S. 511 1413
Bankastræti 8
S. 511 4540
Listasafni Íslands
Þjóðminjasafninu
www.kaffitar.is
Vegamót
Vegamótastíg 4
S. 511 3040
[email protected]
[email protected]
Vitabar
Bergþórugötu 21
S. 551 7200
Ölstofan
Vegamótastíg 4
S.552 4687
Segafredo
Kaffihús
Te og kaffi
Babalú
Skólavörðustíg 22a
S. 552 2278
Café Roma
Rauðarárstíg 8
Grái Kötturinn
Red Chili
Pósthússtræti 13
S. 562 7830
Sirkus
Klapparstíg 30
Erum flutt
á
Laugaveg 59
Kjörgarðshúsið
Verið velkomin!
Skólavörðustíg 3a
S. 552 1174
Ráðhúsinu
Tjarnargötu 11
S. 411 1070
Kirkjutorgi 4
S. 552 4120
Bankastræti 12
S. 551 2866
www.prikid.is
Ingólfsstræti 3
S. 551 9660
Mokka
Ráðhúskaffi
Vínbarinn
Prikið
Q bar
Kaffi -setrið
Hverfisgötu 16a
S. 551 1544
Lækjartorgi
S. 562 5200
Laugavegi 2
Laugavegi 18
Eymundsson Austurstræti 18
Saltfélagið Grandagarði 2
Tíu dropar
Laugavegi 27
S. 551 9380
Iðukaffi
Iðuhúsinu
Lækjargötu
Kaffifélagið
Skólavörðustíg 10
Opið frá 7:30 til 18:30, mánudaga til
föstudaga og frá kl. 10:00 til 16:00 á
laugardögum.
Opið mán. - fös. 9-21
Lau. - sun. 17 - 21
Sími 552 2400
Thailenskur veitingastaður
Bjóðum upp á
4ra rétta hádegistilboð
á 700 kr.
Frítt kaffi með mat.
Mi ðb æ j arp óst uri nn
14
Brim 10 ára í júní
Verslunin Brim að Laugvegi 71 mun fagna þeim
stóra og merka áfanga að verða 10 ára nú í júní
Billabong Sumar 2008
Billabong Sumar 2008
Billabong Sumar 2008
Verslunin Brim að Laugvegi 71 mun fagna þeim stóra og
merka áfanga að verða 10 ára nú í júní.
Þau „Brimarar'' hyggjast fagna þessum merku tímamótum með stæl í sumar og verða uppákomur auglýstar
síðar.
Verslunin opnaði árið 1998 í Keflavík í 30 fm. húsnæði og
síðan tæpu ári síðar að Laugavegi 44 í 120 fermetrum.
Árið 1990 var síðan opnuð verslun í Kringlunni og núna
fyrir rúmlega ári síðan fluttu þau í 400 fm. húsnæði að
Laugavegi 71.
Fyrsta árið var einungis boðið upp á vinsælu vörurnar frá
Billabong en þau hafa aldeilis bætt við sig og bjóða nú
10 árum seinna upp á 25 merki sem þau flytja inn sjálf og
eru með dreifingarrétt á.
Búðina þekkja flestir enda skartar hún nú einu mesta og
besta úrvali af hágæða brettatísku hér á landi
Brim hefur frá upphafi haft þá stefnu að kaupa inn allar
flíkur inn í svokölluðu „Limited Edition'' magni þ.e að hver
flík er eingöngu í boði í mjög takmörkuðu magni.
Síðastliðinn vetur var nóg að gera í sölu á snjóbrettum,
og snjóbrettafatnaði enda fengum við Íslendingar loksins
almennilegan vetur fyrir skíða og brettafólk. Brim selur
snjóbretti og allan tilheyrandi búnað á mjög sanngjörnu
verði.
Næsta vetur ber það hæst að þau ætla að taka inn snjóbrettamerkin ROME og 686 sem eru meðal allra flottustu
merkjanna í bransanum í dag og ætti að gleðja alla snjóbrettaáhugamenn landsins.
Kvenfólk jafnt sem karlmenn verlsa mikið í Brim og
Billabong Sumar 2008
Billabong Sumar 2008
kom úrvalið af flottum bikiníum og kjólum undirritaðri
skemmtilega á óvart.
Brim er á tveimur hæðum og er 300 fm. kjallarinn sannkallað draumaland fyrir fatafrík með gífurlegu úrvali af
flottum fatnaði.
Brim er fjölskyldufyrirtæki og hafa þau ákveðið að þrátt
fyrir gengisfellingu krónunar að halda sama verði og fyrir
gengishrun.
„70% af okkar sumarvörum voru komnar til landsins fyrir
veikingu krónunnar og það gengur einfaldlega ekki upp
að hækka samskonar vörur sem komu eftir það um allt að
30%'' segja þau í Brim og væri óskandi fyrir okkur kaupendur að fleiri hugsuðu þannig.
Erlendir ferðamenn koma mikið í Brim og versla vel
enda eru vörurnar sem þau selja líklega hvergi ódýrari í
Evrópu en hér og allt að 50% ódýrari en gengur og gerist
í Skandinavíu.
Það er nóg að gerast í búðinni í dag, fullt af nýjum sumarvörum og endalaust til af töff svokölluðum brettafatnaði sem greinarhöfundi þótti þó meira vera bara flottur
hátískufatnaður.
Mæli með að þið kíkið við og sjáið hvað þau hafa upp á
að bjóða.
Ég stóðst allavega ekki mátið og gekk út með flottasta
bikiníið sem ég hef augum litið.
Ása Ott.
Billabong Sumar 2008
Mi ðb æ j arp óst uri nn
15
Gamla góða vínylplatan
í miklum blóma
það er mikið úrval af allkyns tónlist af öllum gerðum,
straumum og stefnum hjá Ingvari í Kolaportinu
Í Kolaportinu er að finna einkar athyglisverða verslun sem er sannkölluð fjársjóðskista fyrir
plötusafnarana, þ.e. gömlu góðu vínylpöturnar. Það er hann Ingvar Geirsson, plötusnúður og
plötusafnari með meiru, sem rekur búð sína þar. Hjá honum er hægt að sjá þvílikt úrval af allskyns plötum í öllum geirum tónlistarlífsins hvort sem eru íslenskar eða erlendar. Lummar hann
á fullt af sjaldgæfum plötum og sumum afar verðmætum sem „orginalar“. Er ekki laust við það
að maður komist á flug í „nostalgíu“ þegar flétt er í gegnum þetta feikna mikla úrval af gömlu
góðu hljómplötunni. Heyrst hefur að sífellt fleiri séu farnir að safna plötunum aftur og hún sé
að gera mikið „come back“ enda hefur hljómplatan sinn sjarma, bæði hvað varðar sjálft plötuumslagið og svo það að setja plötuna undir nálina. Ég kíkti við hjá Ingvari og átti skemmtilegt
spjall við hann.
„Ég hef aldrei sagt skilið við vínylplöturnar og er búin að vera safna í meira en 24 ár. Á því
mikið safn og þar sem þetta hefur verið áhugamál mitt hefur maður fengið mikla þekkingu á
þessu. Það er alltaf meiri og meiri áhugi fyrir vínylnum og hafa t.d. plötuspilarar ekki selst eins
vel á Íslandi og nú um árabil,“ segir Ingvar.
Þegar maður rýnir yfir safnið sem Ingvar er með þarna í Kolaportinu sér maður hverja perluna á fætur annarri og allt flokkað eftir stíl og stefnum. Hvort sem er rokk, pop, soul, funk, jazz,
metal, punk, disco, hip-hop eða hvað sem er.
„Ég kaupi mikið af plötusöfnum og sía síðan það athyglisverðasta út og kem með það hérna
í Kolaportið. Kaupi stór sem lítil söfn, dánarbú og kompudót af plötum. Það er alltaf eitthvað
nýtt að finna hjá mér um hverja helgi. Er alltaf með mikið úrval af klassískum titlum eins og
Ingvar Geirsson
Bítlarnir, Stones, Doors, Zeppelin, Bowie, Dylan og fleira. Ég held að ég geti alveg sagt það að
það er engin önnur plötubúð á landinu með eins mikið og fjölbreytt úrval og ég er með hér í
Kolaportinu. Ég var t.d. að ganga frá kaupum á heilum 13.000 plötum frá Bandaríkjunum og
bíð ég spenntur eftir því að sjá hvað verður þar að finna,“ segir Ingvar.
Ingvar bíður upp á að fólk geti fengið að hlusta á plötur hjá sér um leið og hann flæðir
þarna sem mikill þekkingarbolti hvað hljómplöturnar varðar.
„Það er allskonar fólk sem kemur hérna og kaupa plötur hjá mér, ungir sem aldnir. Svo er
mikið af tónlistarmönnum og plötusnúðum sem eru fastakúnnar, enda alltaf eitthvað nýtt að
finna hjá mér. Þetta er mjög skemmtilegur bransi og gaman að hitta svona marga sem hafa
eitthvað með vínylplöturnar að gera. Ég er sjálfur plötusnúður og er búin að vera síðustu þrjú
árin á veitingastaðnum Silfur við Austurvöll um helgar,“ segir Ingvar að lokum.
Já, það verður enginn svikin af því að gera sér ferð niður í Kolaportið og kynna sér það
mikla úrval sem Ingvar hefur upp á að bjóða og jafnvel að endurnýja kynnin við vínylplötuna
http://www.myspace.com/luckysvinyl
) *+, ! "#$"%& ""$"' "($"'
DISEL
LEE
OILILY
LAUGAVEGI 51
MOLO
Mi ðb æ j arp óst uri nn
16
Gullkúnst Helgu
– þar sem íslenska hraunið fær að njóta sín
Hálsfesti og eyrnalokkar
úr hrauni og Apatit
Næla úr silfri
og íslensku hrauni.
Hálsmen úr silfri
og íslensku hrauni.
Hringar úr silfri,
með gulli og hrádemöntum
Í Gullkúnst Helgu á Laugavegi 13 hafa skartgripahönnuðir ávallt augun opin fyrir nýjungum og
gæta þess að auka sífellt við fjölbreytta listsköpunina. Við hönnunina er íslenska hraunið mikið
notað, ýmist með silfri, gulli eða perlum og steinum.
Ein sérstaða Gullkúnstar Helgu eru óhefðbundin form demanta. Sérstaklega má nefna óslípaða og
óflokkaða hrádemanta og óvenjulega skorna græna demanta.
Gullsmiðirnir í Gullkúnst Helgu blanda óhræddir saman silfri, 14 karata gulli og hreinu 24 karata
gulli og er útkoman oft listaverki líkast.
„Þegar þú finnur ekki fyrir skónum sem
þú ert í, ertu í mjög góðum málum“
– segir Þorbjörg Ósk Úlfarsdóttir, verslunarstjóri Ecco á Laugavegi
„Við erum í mikilli sumarstemningu hér í Ecco
á Laugaveginum og erum með mjög gott
úrval af sumarskóm fyrir dömur, herra og börn,
sem eru mjúkir og þægilegir. En það skiptir svo
miklu máli að vera í þægilegum skóm ofan á
allt hitt þar sem við verjum svo miklum hluta
ævi okkar í skóm. Það er vörumerki Ecco að
skór frá þeim passa fullkomlega og erum með
besta stuðninginn í öllum þínum hreyfingum
þegar þú gengur. Mjúkt leðrið, sveigjanlegt
efni og léttur dempari í sóla tryggja þægindi.
Um leið og þú ferð í Ecco-skó þá líður þér vel
og vilt helst ekki fara úr þeim. Ef þú finnur ekki
fyrir skónum sem þú ert í er hámarkinu náð,
þægindin eru ofar öllu. Talandi um barnaskó,
þá tel ég að Ecco séu með bestu barnaskóna
sem til eru. Allir barnaskór eru hannaðir með
auðvelda hreyfingu í huga, stuðning við ökla
og rúmir til að hreyfa tær og virkja tábergið.
Það er munur á fyrstu skónum fyrir 0-2 ára,
barnaskóm 3-7 ára og krakkaskóm 8-12 ára,
þar sem börnin stækka svo fljót og fóturinn
breytist eftir því. Það þarf að huga vel að skóm
barnanna allt frá fyrstu skóm og upp úr. Eins
erum við með mikið úrval af sandölum, en vinÞorbjörg Ósk Úlfarsdóttir
sælustu sandalarnir eru hinir frægu Offroadskór sem eru mjög góðir fyrir allskonar útivist eða bara í vinnuna. Einnig er til gott úrval af
götuskóm sem eru léttir og þægilegir, styðja vel við ökkla ásamt því að anda vel. Svo erum
við líka með nokkrar tegundir af fjallgönguskóm, en þeir eru með Gore-tex vatnsvörn sem er
mjög vinsælt. Ásamt skóm sem eru góðir fyrir sumarið eru líka til hjá okkur hefðbundnir skór
og spariskór á börn og fullorðna,“ segir Þorbjörg.
Gore-tex, hvernig virkar það?
„Það er sérstök vatnsvörn sem er mjög góð á alla skó, því hún ver skóna eins og nafnið gefur
til kynna fyrir vatni, en hindrar ekki eðlilega öndun leðursins. Það er alltaf best að byrja á því
að vatnsverja alla skó og sandala áður en þeir eru notaðir. Svo erum við einnig með gott úrval
af skóáburðum sem eru nauðsynlegir á alla skó til að viðhalda gæðum þeirra og útliti sem
lengst. Og svo skósápu sem er gott að nota til að þrífa skóna með,“ segir Þorbjörg í Ecco á
Laugaveginum að lokum.
Mi ðb æ j arp óst uri nn
17
Gangandi vegfarendur
þvælast fyrir ökumönnum!
Kolbrún Jónatansdóttir
framkvæmdastjóri
Bílastæðasjóðs.
Nú þegar veðrið er að lagast aftur eftir frekar
blautan og stundum kaldan vetur, fjölgar þeim
sem fá sér göngutúr um miðborgina, sumir
með barnavagna eða börn sér við hönd.
Stundum er gönguferðin sannkölluð háskaför
og má þakka fyrir að ekki heyrast daglega
fréttir af slysum á börnum og/eða foreldrum
þeirra í gönguferð niður á Tjörn. Og hvað veldur – það eru ökumenn sem þykja alveg sjálfsagt að leggja ökutæki sínu á gangstéttir og
ekki bara einu eða tveimur dekkjum, heldur
öllum bílnum óháð stærð hans. Við það er ekki
nokkur leið fyrir gangandi vegfarendur að
komast framhjá nema að fara út á götuna.
Hver er þá tilgangur með gangstéttinni. Í
mínum huga er gangstétt stétt fyrir gangandi
vegfarendur. Sumir ökumenn sjá annan tilgang með gangstéttum. Til Bílastæðasjóðs
berast margar ábendingar og kvartanir, heldur
fleiri kvartanir þó. Við gerum okkar besta að
fara eftir ábendingum frá almenningi varðandi hvernig við getum betur staðið okkur í
að venja ökumenn af því að þykja það alveg
sjálfsagt að leggja upp á gangstétt. Í gegnum
vef Reykjavíkurborgar 1,2, og Reykjavík barst
okkur svohljóðandi ábending frá foreldri. „Að
ganga með barnavagn um miðborgina er
stundum ekki hægt, bílum hefur verið lagt
upp á allar gangstéttir og bara út um allt..
Væri ekki lag að hækka sektirnar svo fólk hætti
þessum ósið?” Með þessu erindi fylgdi dæmi
sem viðkomandi lenti í.„Á Skólavörðustíg um
Kaffi Roma
- fastur punktur í
kaffihúsamenningu miðbæjarins
Hver kannast ekki við Kaffi Roma á
Rauðarárstígnum? Kaffi Roma er orðinn
svo fastur punktur í kaffihúsamenningu
miðbæjarins og eru þeir margir sem
byrja daginn á því að koma við á Roma
og fá sér kaffisopa og morgunbakkelsi
og kíkja í blöðin. En Kaffi Roma opnar
strax klukkan 7 á morgnana. Svo má ekki
gleyma öllum þeim sem koma alltaf við í
hádeginu og kíkja á hádegistilboðin sem eru í boði hverju sinni. Þetta er virkilega þægilegur staður sem hefur skapað sér fastan sess í miðbænum. Það er hún Ellen Augland sem er
konan á bak við Kaffi Roma.
„Ég er búin að vera með Kaffi Roma í heil sex ár og hefur margt breyst síðan ég byrjaði.
Svæðið í kringum Hlemm hefur breyst mikið og líka fólkið. Við höfum verið að þróa þetta
hjá okkur og erum með sérstök morgunverðatilboð sem og hádegisverðatilboð.Við gerum
út á það að hér sé gott að fá sér kaffi og morgunverð snemma á morgnana, erum með
nýbakað bakelsi, beyglur, rúnstykki, ciabattas og rosalega gott kaffi. Í hádeginu bjóðum við
upp á sérstök tilboð eins og súpu, panini og kaffidrykk að eigin vali. Við erum með mikið
úrval af sojavörum eins og mjólk og jógúrt. Erum líka komin með meira heilsusamlegt
úrval af smurðu brauði með grænmeti og eggjum. Svo erum við líka með sérstakar heilsukúlur sem eru gerðar eingöngu úr döðlum, hnetum, kókos og kakó,“ segir Ellen.
Viðskiptahópurinn er mjög blandaður. Mikið af fastakúnnum, bæði ungum sem öldnum
og svo má sjá þar marga þekkta einstaklinga úr þjóðlífinu. „Fólk getur komið hingað til
okkar til að fá sér góðan kaffibolla, lesa blöðin í ró og næði eða hittast og spjalla,“ segir
Ellen.
Á sumrin eru svo borð og stólar fyrir utan og geta menn tyllt sér þar í sólinni og átt notalegar stundir með góðan kaffisopa og þær veitingar sem Kaffi Roma hefur upp á að bjóða.
daginn kom kona á risastórum jeppa og lagði
upp á gangstéttina , rétt fyrir ofan 12 tóna. Ég
komst ekki milli bílsins og hússins með barnavagninn – hvað fólk getur verið sjálfhverft.”
Erindið endaði á því að breyta þyrfti hugsunarhætti fólks sem hagar sér svona. Tek ég
heilshugar undir það, við þurfum að breyta
þessu viðhorfi hjá ökumönnum. Það verður
klárlega erfitt að breyta hugsunarhætti ökumanna en mikil áskorun á markmiðalistanum.
Úr kvörtunardeildinni barst t.m.a. eftirfarandi.
„Það eru einfaldlega of fá stæði við þessa götu
og þegar ég er að koma heim í leiðindaveðri,
oft með íþróttatösku og innkaupapoka og
fleira og í leiðindaveðrum eins og hafa verið
svo algeng í vetur þá finnst mér alveg fáránlegt af ykkur að ætlast til að maður leggi 2300 metra frá íbúðinni sinni í stað þess að
leggja við gangstéttina sem er meir en nógu
breið til að fólk með barnavagna geti komist
leiðar sinnar.” Síðar í sögunni kom svo. „Þið
getið varla tekið öll atvik svona bókstaflega.
Ég bara get ekki endalaust tekið þátt í svona
skrípaleik.” Það er spurning hvort eigi að gráta
eða hlægja af svona kvörtunum sem okkur
berast. Á næstu vikum eiga ökumenn sem
stunda það að leggja upp á gangstétt eða í
stæði fatlaðra von á umslagi með stöðvunarbrotagjaldi undir bílrúðuna frá Bílastæðasjóði
og myndum safnað í úrklippusafn okkar. Nú er
átak í gangi gegn þessum brotum.
Ég læt hér fylgja með eina stutta athugasemd í
lokin. „Nú verð ég að viðurkenna að ég fatta
ekki þetta grín hjá ykkur. Að mega ekki leggja í
stæði fyrir hreyfihamlaða þegar löngu er búið
að loka öllum búðum og þjónustu sem einhver þyrfti að nota. Vinsamlega þurrkið þetta
út sem allra fyrst.” Svo mörg voru þau orð.
Studio29
- nýr kaffibar sem lífgar upp á umhverfið
Sigurður Friðriksson eða Diddi eins og flestir kalla hann, er mikill athafnamaður og lætur ekki sitt eftir
liggja þó að hann sé farinn að gera út í landi. En hann hefur alla sína tíð gert út á sjó, verið þekkt
aflakló, þangað til að hann söðlaði um fyrir tveimur árum og opnaði hótelið 4th floor á horni Snorrabrautar og Laugavegar. Ekki nóg með það að hótelið hefur stækkað jöfnum höndum síðan og
umsvifin verið sífellt meiri, heldur hefur hann nú opnað kaffibarinn Studio 29 á tveimur hæðum í
sama húsnæði.
Þetta vakti forvitni okkar hjá Miðbæjarpóstinum og fór ég að kanna málin og hitti á Diddi á kaffibarnum og spjallaði við hann og spurði hann út í hvað hafi komið til að hann hafi farið út í þessa
miklu framkvæmd og opna þennan stóra og glæsilega kaffibar í miðbænum.
„Það var þannig að árið 2006 þá opnuðum við, ég og kona mín Evelyn, þetta hótel hérna og fannst
mér eftir 2 ár í þeim rekstri að það vantaði eitthvað, einhvern svona stað hérna. Stað sem byði upp á
kaffi og veitingar í notalegu andrúmslofti á þessu svæði í miðbænum og þá ekki eingöngu fyrir hótelgesti heldur líka fyrir gesti og gangandi. Þar sem ímyndin á þessu svæði út frá Hlemminum var
frekar neikvæð, þá langaði mig til að hressa upp á þetta. Ég var búin að kaupa þó nokkuð af húsnæði
hérna, auk þess sem að flottar lúxus íbúðir eru komnar hérna við hliðina. Er þetta svæði í mjög mikilli
uppbyggingu og sókn. Svo þegar þetta húsnæði þar sem kaffibarinn er núna var til sölu, þá stökk ég
á það og hóf framkvæmdir. Var hugsjónin eingöngu að breyta þessu húsnæði í svona flottan veitingastað og kaffibar. Það var kveikjan að þessu,“ segir Sigurður.
Hvenær var kaffibarinn formlega opnaður?
„Við opnuðum kaffibarinn síðasta dag febrúarmánaðar og höfum því haft opið hérna í rúma tvo
mánuði. Hefur þetta bara farið vel af stað og með stígandi lukku. Höfum við haft mjög gaman af
þessu og er það númer eitt, tvö og þrjú.Við leggjum mikið upp úr því að fólki líði vel hérna hjá okkur,
það sé góður matur og veitingar, gott andrúmsloft og að fólk hafi bara gaman af því að sitja hérna
og horfa út á bæjarlífið. Það er allt svo bjart hérna og mikið af stórum gluggum,“ segir Sigurður.
Já, þetta er svo sannarlega staður sem lífgar upp á umhverfið og glæðir enn frekar menningarlífið í miðbænum. En hvenær opnið þið á morgnana?
„Við opnum strax klukkan átta á morgnana og bjóðum upp á morgunmat og kaffi, jafnt fyrir hótelgesti sem og aðra. Klukkan tíu tökum við svo fram súpu og salatbar. Getur fólk komið hérna við hjá
okkur og fengið sér súpu, salat, kaffi, kökur og fleira sem við erum með á boðstólunum allan daginn
eða alveg til klukkan ellefu á kvöldin. Þetta er fjölbreyttur veitinga- og kaffibar fyrir alla þá sem eiga
leið hér um. Það er mikið af fólki sem vinnur hérna í grendinni og á Laugaveginum sem kemur hérna
til okkar, hvort sem er til að fá sér súpu eða eitthvað í svanginn, kaffisopa eða eitthvað annað. Auk
þess mikla fjölda sem er í bæjarferð og vill geta staldrað aðeins við og slappað af í góðu andrúmslofti. Við bindum miklar vonir við þennan stað, okkur finnst hann vera vel lukkaður og að þetta sé
staður sem er kominn til með að vera,“ segir Sigurður hress að vanda og óskum við þeim til hamingju með staðinn.
sérverslun með prjónavörur,
boli og fylgihluti.
Laugavegi 44 - Sími 561 4000
opið 10:30-18:00 virka daga og 11-16 laugardaga
www.diza.is
Mi ðb æ j arp óst uri nn
18
Skólavörðustígurinn
-perla í miðbænum
Að gera sér dagamun á Skólavörðustíg er góð hugmynd. Það
fengum við svo sannarlega að reyna einn sólríkan dag á þessu
vori. Kemur það skemmtilega á óvart að sjá alla þá fjölbreytni
sem þar er að finna hvort sem er í list og menningu eða í margvíslegri verslun og þjónustu. Þetta er án efa ein virkasta og
skemmtilegasta gata miðbæjarins með alla sína sérstöðu. Þótt
það séu einhverjar tímabundnar framkvæmdir efst á stígnum
þá er allt annað í góðum gír og allt á fullu. Það verður gaman
að sjá hvernig Skólavörðustígurinn lítur út þegar framkvæmdunum verður lokið fljótlega í sumar og haldið verður upp á
það með tilheyrandi fjöri. Ef einhver er í vafa um hvað hann
eigi að gera í miðbænum þá skorum við á þann sama að kíkja
á Skólavörðustíginn og sjá allt það sem hann hefur upp á að
bjóða. Sjón er sögu ríkari. Á næstu fjórum síðum gefum við smá
innsýn á þann margbreytileika sem á Skólavörðustígnum er að
finna. Sjáumst á Skólavörðustígnum!
$ % ! # &
! "
# !
" # $ % & '
(( " $ & &)
"
" (( %
& " ( * & % )
Nostrum
á Skólavörðustígnum
Nostrum er ný verslun með íslenska hönnun.
Nostrum hefur verið starfrækt frá því í
nóvember á Dalvegi í Kópavogi en er nýflutt á
Skólavörðustíg 1A. Þar er seldur kvenfatnaður
s.s peysur, vesti, kjólar og pils sem eru
hannaðar og saumaðar af Örnu Vignisdóttur,
Huldu Hallgrímsdóttur og Sigrúnu Dóru
Jónsdóttur (Diddú). Þær starfa allar saman
undir einu merki Nostrum.
Sigrún Dóra Jónsdóttir, Hulda Hallgrímsdóttir og Arna Vignigdóttir
VALHÖLL
HÁRGREIÐSLUSTOFA
ÓÐINSGÖTU 2
SÍMI 552 2138
Mi ðb æ j arp óst uri nn
19
Rósa Helgadóttir
Úsölustaðir
Kraum, íslensk hönnun
Aðalstræti 10, 101 R
Gallery Kynnisferðir,
Hilton hótel
Gallery Kynnisferðir,
Hótel Loftleiðir
Kisan,
Laugavegi 7, 101 R
Gallery Kynnisferðir,
Hótel Saga
Landnámssetur,
Borgarnesi
Epal,
Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Sirka,
Skipagötu 5, 600 Akureyri
Rósa Helgadóttir, Hönnuður
Skólavörðustíg 10 gengið inn bílastæðismegin
Opnunartími
mánud.-föstud. 12-18
laugardaga 12-16
Boutique Bella
Verslunin Boutique Bella hefur verið starfandi á
Skólavörðustíg í fjögur ár. Fyrst á Skólavörðustíg 5 en flutti í
stærra húsnæði yfir götuna númer 8 í febrúar sl. Í dag er
verslunin á tveimur hæðum og öll aðstaða mikið betri. Er
mjög bjart yfir öllu í búðinni og miklu betri og aðgengilegri
mátunaraðstaða. Eru þær í Boutique Bella með vandaðan
kvenfatnað frá Uli-Schneider og Marc Cain í Þýskalandi,
dönsku merkin Eva & Claudi og Style Butler og Paul & Joe
Sisters frá Frakklandi. Pelsa frá Bonnie í Þýskalandi og
Skinwille í Svíþjóð og einnig pelskápur. Svo er einnig hægt
að fá hjá þeim frönsku skóna French Sole og mjög vandaða
skartgripi og perlur eftir danska hönnuði. Svo má ekki
gleyma ljósunum sem eru frá fyrirtæki í Ísrael sem heitir
Aqua Creations en þau eru öll handgerð úr silki og eru
algjör listaverk. Eru þau sérpöntuð fyrir hvern og einn og er
afgreiðslutíminn um 10 vikur. Boutique Bella er glæsileg
verslun sem sómar sig vel á Skólavörðustígnum.
OSTABÚÐIN
Það er allt á fullu í Ostabúðinni á Skólavörðustígnum sem er þekkt fyrir sína alkunnu
veisluþjónustu. Við kíktum við hjá þeim og heyrðum í þeim hljóðið.
„Það er allt gott af okkur að frétta, erum að vinna forréttaborðið sem hefur upp á ýmislegt
að bjóða. Erum með gott úrval af gröfnu og reyktu kjöti sem við framleiðum sjálf. Eins
bjóðum við upp á gott úrval af íslenskum og erlendum pylsum og hráskinkum. Í ostaborðinu erum við með mikið úrval af íslenskum og erlendum ostum. Meðal annars frá
Frakklandi, Hollandi, Danmörku og Sviss. Útskriftartörnin fer að hefjast og við bjóðum
upp á góða breidd í veisluþjónustu sem hentar vel í útskriftir, t.d. snittur, ostabakka og
osta- og salamiveislu. Við minnum á heimasíðuna okkar ostabudin.is þar eru lýsingar og
verð á veisluþjónustunni. Pantanir eru hafnar,“ segja þau hjá Ostabúðinni.
Skólavörðustíg 8
Mi ðb æ j arp óst uri nn
20
Lítil í upphafi
- lifandi og skemmtileg verslun fyrir börn
Á Skólavörðustíg 5 hefur nýlega
opnað lifandi og skemmtileg
verslun fyrir börnin sem hefur
hlotið það skemmtilega nafn –
Lítil í upphafi. Eigandi verslunarinnar er Sigríður Björk Þormar sem
stundar að öllu jöfnu doktorsnám
í áfallasálfræði og vinnur að uppbyggingu sálræns stuðnings eftir
hamfarir fyrir Rauða kross Íslands
og Alþjóða Rauða Krossinn. Það
var einmitt eftir að Tsunami reið
yfir Asíu að Sigríður var í Indonesíu
og hitti þar franska fatahönnuðinn
Helen Seroin sem var að senda frá
sér fatahönnunarlínu fyrir börn á
aldrinum 0-12 ára. Helen býr á Bali
og rekur þar lítið fjölskyldufyrirtæki þar sem hönnun hennar
tekur á sig mynd. Helen hannar
fötin með tilvísun í barnaævintýri
eða listina sem gerir fötin einstaklega litrík og skemmtileg. Hönnun
Helen hefur á síðustu 4 árum farið
blysför um lönd eins Frakkland,
Belgíu og Spán og hefur Ísland nú
bæst í hópinn. Á ferðalögum
sínum um heiminn hefur Sigríður rekist á verkefni sem stuðla að verndun eða
stuðningi við börn sem minna mega sín eða eiga í erfiðleikum eftir hamfarir. Þetta var kveikjan að því að opna verslun
með barnavörur á Íslandi. Sigríður selur
meðal annars í versluninni leikföng sem
fjármagna endurhæfingarstöð fyrir fötluð börn í Yogyakarta, Indónesiu. Stöðin
býður upp á heildræna endurhæfingu,
nám og starfsþjálfun og eru leikföngin þeirra megin fjármögnunarleið.
Leikföngin eru öll úr við og unnin með
eiturefnafrírri málningu. Til að skoða
vörurnar betur eða fræðast meira um
versluna getur fólk farið á vef verslunarinnar: www.litiliupphafi.is.
SPRON
- veitir fjármálaráðgjöf á pólsku
SPRON hefur ávallt verið eitt af kennimerkjum Skólavörðustígsins og hefur SPRON
þjónustað fólki þar síðan árið 1968. Nú er SPRON að færa enn meira út kvíarnar með
því að opna sérstaka þjónustudeild fyrir Pólverja búsetta á Íslandi. Það er Agata Maria
Knasiak sem fer fyrir þessari nýjung hjá SPRON sem verður með aðsetur í Ármúla.
Agata Maria Knasiak, starfar sem viðskiptastjóri hjá SPRON:
Veitir fjármálaráðgjöf á pólsku
„Ég hef haft heilmikið að gera frá því ég byrjaði hjá SPRON. Pólverjum sem búsettir eru hér finnst þægilegra að ræða fjármál á sínu móðurmáli og ég hef fundið fyrir því að þeir eru mjög ánægðir að geta talað
við bankastarfsmann á pólsku,” segir Agata Maria Knasiak, viðskiptastjóri hjá SPRON.
SPRON rekur pólska útgáfu af heimasíðu sinni, fyrstur íslenskra viðskiptabanka og heimabankann má
einnig nálgast á pólsku. Fyrir stuttu var ráðinn pólskur viðskiptastjóri, Agata. Allt er þetta liður í því að bæta
þjónustu bankans við Pólverja sem búsettir eru hér á landi en þeir eru um tíu þúsund.
Agata talar prýðisgóða íslensku en hún hefur búið á Íslandi í fjögur ár.
Henni líkar starfið vel en hún er með aðstöðu í útibúi SPRON, Ármúla 13a
„Ég er mjög ánægð hjá SPRON og finnst gott að geta greitt götu þeirra sem til mín leita. Ég veiti alla
almenna ráðgjöf og þjónustu í fjármálum og viðskiptum og fæ mjög fjölbreytt verkefni inn á mitt borð.“
Slóðin á pólska heimasíðu SPRON er www.spron.is/pl
Agata Maria Knasiak, pracownik obsługi klienta w SPRON:
Udziela konsultacji finansowych w języku polskim.
„Odkąd rozpoczęłam pracę w SPRON , mam bardzo dużo zajęć.Polacy mieszkający tu uważają, że to
dla nich duża wygoda móc konsultować swoje sprawy finansowe w ojczystym języku, a ja odczuwam to,
że są bardzo zadowoleni z tego, że mogą porozmawiać z pracownikiem banku po polsku “ – mówi Agata
Maria Knasiuk pracownik obsługi klienta w SPRON.
SPRON prowadzi polską wersję stony internetowej, jak również pierwszy islandzki bank handlowy
oraz konto internetowe w języku polskim.Niedawno zatrudniona została polska konsultantka obsługi
klienta,Agata.Wszystko po to, by poprawić usługi banku w stosunku do polaków mieszkajacych na Islandi,
a jest ich dziesięć tysięcy.
Agata rozmawia wspaniale po islandzku, a na Islandi mieszka od czterech lat.Bardzo podoba jej się
praca, a urzęduje ona w oddziele SPRON przy ulicy Ármúla 13a.
„Jestem bardzo zadowolona z pracy w SPRON i cieszy mnie fakt, ze mogę pomagać w znajdowaniu
rozwiązań tym, którzy się do mnie zgłaszają.Udzielam wszelkich porad i usług finansowych i otrzymuję
bardzo zróżnicowane zadania na moje biurko.“
Adres polskiej strony internetowej SPRON: www.spron.is/pl
Agata Maria Knasiak viðskiptastjóri hjá SPRON
Skólavörðustíg 20 –– Sími 561 5910 –– www.hnokkaroghnatur.is
Góðar ferðatöskur geta gert gæfumuninn!
Í Tösku- og hanskabúðinni má finna fjölbreytt úrval
af ferðatöskum af öllum stærðum og gerðum. Þú finnur
því örugglega ferðatöskuna sem hentar þér og þínu
ferðalagi. Höfum einnig á boðstólum handtöskur,
seðla- og kortaveski, skjalatöskur, dömuveski og
leðurhanska svo fátt eitt sé nefnt.
Ertu á ferðinni?
Nú höfum við bætt um betur og sett verslun okkar á
veraldarvefinn þar sem hægt er á aðgengilegan hátt að
skoða úrvalið og gera góð kaup á slóðinni www.th.is
Gæðatöskur á góðu verði!
Skólavörðustíg 7 • 101 Reykjavík • Sími 551 5814 • www.th.is
Skartgripir eftir Ófeig,
Dýrfinnu, Hansínu o.fl.
Fatnaður eftir Hildi Bolladóttur.
Hlýlegt umhverfi fallegar vörur.
Ófeigur gullsmiðja og listmunahús
Skólavörðustíg 5
101 Reykjavík - Sími 551 1161
Mi ðb æ j arp óst uri nn
22
TE & KAFFI
- hefur fengið leyfi til að framleiða og selja fairtrade kaffi
Úr verslun Te & Kaffi á Laugaveginum þar sem hægt er fá Fairtradekaffi og ýmislegt annað góðgæti sem gott er að hafa með te og kaffi
Te & Kaffi hefur verið brautryðjandi í kaffiframleiðslu Íslandi allt
frá stofnun fyrirtækisins. Te & Kaffi var stofnað árið 1984 og varð
fyrsta íslenska fyrirtækið til að sérhæfa sig í sölu og framleiðslu á
fersku sælkerakaffi ásamt fersku tei í lausavigt. Fyrirtækið hefur alla
tíð lagt sinn metnað í að flytja inn og framleiða hágæða kaffi og
verið í fararbroddi við að auka vitund Íslendinga um gæðakaffi.
Hægt er að fara margar leiðir með það að sjónarmiði að láta
gott af sér leiða um leið og verslað er kaffi á heimsmarkaði. Te &
Kaffi hefur ávallt haft það að leiðarljósi hvort heldur fyrirtækið
verslar beint frá bónda eða verslar kaffi frá bændum sem tengjast
samtökum sem hjálpa þeim að auka gæði framleiðslu sinnar og
gera betur við starfsmenn og umhverfi þeirra, sem þeir annars
gætu ekki eða ættu erfiðara með sem einyrkjar.
Fairtrade er ein af þeim leiðum sem hægt er að fara og er Te &
Kaffi stolt af því að hafa lagt í þá vinnu að vera nú eini kaffiframleiðandinn á Íslandi sem getur boðið Íslendingum upp á Fairtrade
vottað kaffi.
Kjör kaffibænda eru slæm
Hundruð milljóna karla og kvenna í þróunarlöndum rækta kaffibaunir. Því miður eru kjör þessa fólks oft slæm, vinnutíminn langur,
laun lág,barnaþrælkun algeng,starfsumhverfi hættulegt og hvorki
starfsöryggi né launatrygging.
Við búum í heimi þar sem stórfyrirtæki nýta oft stöðu sína til að
kaupa hráefni sem ódýrast frá framleiðendum – framleiðendum
sem eiga oft engan annan kost en að selja á því verði sem fyrirtækin bjóða. Það verð getur jafnvel verið undir framleiðslukostnaði. Í
slíkri samkeppni má sín lítils kaffibóndi í Kólumbíu, Kenýa eða
Indónesíu, sem með uppskerunni sér fyrir fjölskyldu sinni.
Aðgangur hans að markaðnum verður aðeins óbeinn og lifibrauðið stopul uppskera sem er háð síbreytilegu heimsmarkaðsverði. Ef
uppskeran bregst eða markaðsverð lækkar þarf að lifa á sparifé og
um leið að koma af stað næstu uppskeru. En fátækir bændur hafa
ekkert sparifé. Ef illa árar, í veðri eða á mörkuðum, hrynur tilveran.
Sanngjörn viðskipti
Fairtrade stendur fyrir sanngjörn viðskipti. Með Fairtrade er
unnið að sjálfbærri þróun fyrir fátæka framleiðendur í þróunarlöndum. Sanngjörn viðskipti hjálpa bændum og framleiðendum
í þróunarlöndum til að fá aðgang og afkastagetu til þess að vera í
samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum og gerir þeim kleift að sjá
um sig og reka framleiðslufyrirtæki sín án þess að verða háðir
erlendri hjálparstarfssemi. Með Fairtrade borgar neytandinn það
verð sem það kostar að framleiða og senda vöru í verslun án þess
að hann í leiðinni, óafvitandi, notfæri sér fátækt og vanmátt framleiðandans og haldi honum í viðjum fátæktar.
Með Fairtrade merkingu á vörum er verið að senda skýr skilaboð
þess efnis að varan sé framleidd á ásættanlegan hátt, þær manneskjur sem framleiða vöruna hafi viðunandi lífskjör.
Fairtrade vottað kaffi í verslunum Te & Kaffi
Nú hefur Te & Kaffi hafið framleiðslu á Fairtrade vottuðu kaffi
sem nú er fáanlegt í öllum fjórum sérverslunum fyrirtækisins sem
staðsettar eru á Laugavegi 27, Smáralind, Suðurveri og Kringlunni.
Fairtrade vottað kaffi er fáanlegt í þremur tegundum; Espressoblöndu, Colombia Brazil og lífrænu Mandheling. Með því að kaupa
Fairtrade vottað kaffi taka viðskiptavinir þátt í að hjálpa fólki sem
fær ómetanlegt tækifæri til að læra að byggja upp mikilvægt fyrirtæki sem hlúir að samfélagi sínu og starfsmönnum og um leið
gefur aukna möguleika á að bjóða aðeins hágæða framleiðslu.
Svartur á leik
Nú getur þú greitt
með kreditkorti
í nýja svarta
gjaldmæla
Nýju svörtu gjaldmælarnir taka
kreditkort og klink, en þeir gömlu
gráu taka sem fyrr klink og P-kort.
Svartir gjaldmælar sem taka
kreditkort eru m.a. á Laugavegi,
Austurstræti, Ránargötu og
Bárugötu.
PI PAR • SÍA • 80978
Nú átt þú leik. Nýttu þér aukin
þægindi og notaðu kreditkortið.
Stundum
Stundum
bara eitthvað
rugl.
Verð frá
4490
kr.
www.hanspetersen.is
» Laugavegur 178
105 Reykjavík
Sími 412 1840
» Bankastræti 4
101 Reykjavík
Sími 412 1810
» Kringlan
103 Reykjavík
Sími 412 1830
» Smáralind
201 Kópavogur
Sími 412 1870
» Fjörður
220 Hafnarfjörður
Sími 412 1820

Podobne dokumenty

Þingflokkur Samfylkingar hafnar breyttri löggæslu

Þingflokkur Samfylkingar hafnar breyttri löggæslu verður grenndarkynnt þegar hún berst,“ segir í afgreiðslu skipulagsfulltrúa. Þingholtstræti 29a er sögufrægt hús og ein þeirra bygginga í miðbæ Reykjavíkur sem mestan svip setja á umhverfi sitt. St...

Bardziej szczegółowo